Vaxtarsaga BrewDog

Febrúarhádegisviðburður Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn 4. febrúar á KEX- Gym & Tonic.

Við fáum til okkar Sophie Sadler Global Growth Manager hjá BrewDog en hún ætlar að fara yfir ótrúlega vaxtarsögu fyrirtækisins og framtíðarplön ásamt því að svara spurningum sem kunna að brenna á fundargestum.

Allir fundargestir fá glaðning frá BrewDog Reykjavík og Járn og gler, sem flytja inn BrewDog bjórinn.

BrewDog var stofnað árið 2007 af James Watt og Martin Dickie í bílskúr móður þess síðarnefnda en rekur í dag tvö brugghús og hefur opnað yfir 100 bari víðsvegar um heiminn. BrewDog hefur síðustu ár verið það matvæla og drykkjafyrirtæki í Bretlandi sem stækkað hefur hraðast og í dag starfa yfir 1000 manns hjá fyrirtækinu.

BrewDog hefur vakið athygli fyrir að fara óhefðbundnar leiðir og má þá til dæmis nefna að fyrirtækið var hópfjármagnað, markaðsefni þeirra er ögrandi og  lögð er mikil áhersla á að búa til samfélag í kringum craft bjór.

Það vakti mikla athygli fyrir stuttu þegar BrewDog opnaði í London fyrsta bjórbarinn sem býður aðeins upp á áfengislausan bjór.

Skráning er mikilvæg
Sjáumst á KEX hostel, Gym & Tonic, 4. febrúar nk.

Léttur hádegisverður innifalinn
Meðlimir FVH: FRÍTT
Aðrir: 3.900 kr.

Date

04 feb 2020
Expired!

Time

12:00 - 13:00

More Info

Skráning

Location

KEX hotel, Gym og Tonic
Skúlagata 28, 101 Reykjavík
Skráning