Nýliðafundur FVH: Hvernig náum við athygli þeirra sem sjá um ráðningar?

Að námi loknu vonumst við öll eftir að fá draumastarfið. En hvað getum við gert til að efla möguleika okkar á því að gera þennan draum að raunveruleika?

Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta og ráðgjafi í stjórendaráðningum, flytur erindið “Að vekja athygli þeirra sem ráða”. Hann svarar spurningum um hvernig best er að setja upp ferilskrá og fjallar um hlutverk Linkedin í ráðningarferlinu.

Hulda Björk Halldórsdóttir, sem starfar hjá Marel sem HR Director Strategy and Development, fer yfir hvernig best er að bera sig að í ráðningarviðtölum og fleira sem tengist ráðningarferlinu.

Telma Eir Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga, fer yfir starf félagsins og ávinning þess að vera skráður félagi.

Frítt er inn á fundinn en nauðsynlegg að skrá sig til að gera ráð fyrir fjölda.

Date

25 feb 2020
Expired!

Time

17:00 - 18:15

More Info

SKRÁNING

Location

Háskóli Íslands
Lögberg- stofa 102
SKRÁNING