Þekkingarverðlaun FVH
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins út frá fyrirfram tilgreindu þema hvert ár. Félagið óskar eftir tilnefningum frá félagsfólki og almenningi yfir nokkra vikna tímabil. Dómnefnd fer síðan í gegnum þær tilnefningar sem berast og óskar eftir rökstuðningi frá þeim fyrirtækjum sem falla innan þess ramma sem er tilgreindur í þema hvers árs. Það fyrirtæki sem þykir hafa skarað framúr með tilliti til þema verðlaunanna hlýtur nafnbótina Þekkingarfyrirtæki ársins. Jafnframt hlýtur amk. eitt fyrirtæki á hverju ári sérstaka þekkingarviðurkenningu í vali dómnefndar.
Forseti Íslands er sérstakur verndari verðlaunanna og hefur verið það frá upphafi en Þekkingardagurinn var fyrst haldinn í nóvember árið 2000. Á þekkingardeginum veitir FVH einnig verðlaun til þess viðskipta- eða hagfræðings sem þykir hafa skarað fram úr á sínu sviði.
-
Markmið þekkingarverðlaunanna er að heiðra fyrirtæki sem sýnir framúrskarandi sérfræðiþekkingu, nýsköpun og/eða aðlögunarhæfni í sínu fagi.
-
Markmið þekkingarviðurkenningunar er að vekja athygli á og hvetja til dáða fyrirtæki sem dómnefnd metur að sé á eftirtektarverðri vegferð.
-
Markmið með viðurkenningunni viðskipta-/hagfræðingur ársins er að veita einstaklingi hvatningarviðurkenningu fyrir að hafa sýnt af sér framúrskarandi færni eða tekið þátt í verkefnum eða afrekum í íslensku viðskiptalífi sem eru öðrum til eftirbóta.
Þekkingarverðlaun FVH
Frá árinu 2000 hafa verðlaunin verið veitt ...
Viðskiptafræðingur/
hagfræðingur ársins
Frá árinu 2002 hefur FVH valið viðskipta- og hagfræðing ársins
Heiðursfélagar
Stjórn félagsins getur kjörið heiðursfélaga, þá sem leyst hafa af hendi mikilsverð störf á sviði hagvísi eða unnið sérlega mikil störf fyrir félagið.
Þekkingarverðlaun
2000: Íslensk erfðagreining (Búnaðarbankinn, Hugvit, Össur)
2002: Marel (Bakkavör, Íslensk erfðagreining, Össur)
2003: Íslandsbanki (Kaupþing, Össur, Landsbankinn)
2004: Actavis (Pharmaco) (KB-banki, Baugur Group, Medcare Flaga)
2005: KB-banki (Baugur Group, Össur)
2006: Actavis (Avion Group, Bakkavör)
2007: Actavis (Marel, Össur)
2008: Össur (Norðurál, Kaffitár)
2009: CCP (Marel, Össur)
2010: Fjarðarkaup (CCP, Icelandair, Össur)
2011: Icelandair (Rio Tinto Alcan á Ísland, Samherji)
2012: Marel (Eimskip, Landspítali háskólasjúkrahús)
2013: Bláa lónið (Icelandair Group, True North)
2014: Ölgerðin (Össur, Já og LS Retail)
2015: Kerecis (ORF Líftækni, Carbon Recycling International)
2016: Íslandsbanki (Kolibri, Reiknistofa bankanna)
2017: Bláa lónið (Norðursigling, Íslenskir fjallaleiðsögumenn)
2018: Vísir hf. (Arion banki, HB Grandi, Skaginn 3X)
2019: Creditinfo ( CCP, Marel, Nox Medical)
2020: Íslandsbanki (Krónan, Orka náttúrunnar, Ölgerðin)
2021: Hampiðjan (Já)
2022: Öryggismiðstöðin (Lyfja, Friðheimar)
2023: Oculis (Kerecis)
2024: Lucinity (dala.care)
Viðskiptafræðingur/ hagfræðingur ársins
2002: Valur Valsson forstjóri Íslandsbanka
2003: Róbert Wessman forstjóri Actavis
2004: Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB-banka
2005: Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka
2006: Andri Már Ingólfsson forstjóri Primera Travel Group
2007: Karl Wernerson stjórnarformaður Milestone
2008: Vilhjálmur Bjarnason lektor og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta
2009: Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins
2010: Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair
2011: Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi Subway
2012: Katrín Olga Jóhannsdóttir, ja.is
2013: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
2015: Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
2016: Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group
2017: Sölvi Blöndal, sérfræðingur hjá GAMMA
2018: Sigurður Hilmarsson, Siggi´s Skyr
2019: Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno
2020: Helga Valfells, stofnandi og eigandi Crowberry Capital
2021: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
2022: Hermann Haraldsson, stofnandi og forstjóri Boozt.com
2023: Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion Banka
2024: Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Heiðursfélagar
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir heiðursfélaga FVH. Stjórn félagsins getur kjörið heiðursfélaga, þá sem leyst hafa af hendi mikilsverð störf á sviði hagvísi eða unnið sérlega mikil störf fyrir félagið.
Einar H Kristjánsson
Hörður Haraldsson
Páll Daníelsson
Högni Tómas Ísleifsson
Ólafur Ó. Johnson
Sigurður Helgason
Guðjón Ó Ásgrímsson
Stefán Örn Unnarsson
Ragnar Borg
Valgarður Baldvinsson
María Sigurðardóttir
Loftur Guðbjartsson
Vilhjálmur Ólafsson
Jónas Halldór Haralz
Gylfi Þ Gíslason
Gunnar Zoéga
Jón Ragnar Sigurjónsson
Þórhallur Hermannsson