Go to Top

Heim

Ný dagsetning: Ölgerðin – Fyrirtækjaheimsókn 24. febrúar

Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður félaga FVH, og aðra áhugasama um fyrirtækið, velkomna í heimsókn, þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi og ætlar að kynna þeim starfsemi sína. Byrjað verður á að kynna fyrirtækið, sögu þess og starfsemi. Eftir það verður tekið rölt um Bjórskólann. Að lokum býður Ölgerðinn okkur vitaskuld upp á léttar veitingar og góða samverustund. Mæting Lesa meira

Þjóðarsáttin 25 ára: Sátt fortíðar – Sundrung framtíðar?

Á kyndilmessu árið 1990 skrifuðu ASÍ, VSÍ og VMSS undir kjarasamning sem gilti fram í miðjan september árið eftir og nefndur hefur verið þjóðarsáttasamningur. Síðar sama dag gengu BSRB og ríkið frá keimlíkum samningi. Megintilgangur samninganna var að tryggja kaupmátt og ná niður verðbólgu og þóttu hinar hóflegu hækkanir sem samið var um og Lesa meira

Þekkingarverðlaun ársins 2015 – Tilnefningar

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) óskar eftir tilnefningum til Þekkingarfyrirtækis ársins 2015 og Viðskiptafræðings/hagfræðings ársins 2015. Við vali á þekkingarfyrirtæki ársins 2015 verður horft til fyrirtækja sem hafa þótt skara fram úr við að auka verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa í krafti nýsköpunar fundið og þróað leiðir til Lesa meira

Folder Name