Go to Top

Blog

Vinnustofa um leiðtogastíl

Upplifðu Dale Carnegie á 90 mínútum og komdu á vinnustofuna Leiðtogastíll 29. október kl.12:00. Vinnustofan verður haldin í húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11. Á vinnustofunni metum við eigin leiðtogastíl, skoðum mismunandi stíla og lærum að skilja leiðtogastíl annarra. Hvert okkar hefur ólíkan stíl, leiðtogastíl. Þegar við eigum samskipti við aðra sem hafa svipaðan leiðtogastíl ganga samskiptin tiltölulega áfallalítið fyrir sig. Þegar við eigum samskipti við þá sem hafa stíl ólíkan Lesa meira

Vel valdir – morgunfundur í samstarfi við Endurmenntun 14. október

FVH stendur fyrir morgunfundi í samstarfi við Endurmenntun 14. október kl.8:15 þar sem verða þrír stuttir fyrirlestrar en stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.  Dagskráin er eftirfarandi: Stjórnun vörustefnu – Karl Guðmundsson Markviss framsögn og tjáning – Margrét Pálsdóttir Agile verkefnastjórnun – Viktor Steinarsson Fundurinn verður 14. Lesa meira

Hagur, tímarit FVH er komið út

Hagur, tímarit FVH er komið út og hefur verið sent til allra viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Íslandi. Í blaðinu er að finna m.a. umfjöllun um Íslenska þekkingardaginn, umfjöllun um ferðaþjónustuna, aðhald í ríkisrekstri og starfið hjá FVH í vetur svo eitthvað sé nefnt. Hér má lesa Hag. 

Fjárfestingar lífeyrissjóðanna á vel sóttum morgunfundi

  Fjallað var um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði á morgunfundi Endurmenntunar og FVH. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talaði stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi.Birgir hefur starfað við eignastýringu LSR Lesa meira

Fjárfestingar í núverandi umhverfi – morgunfundur 30. september

FVH stendur fyrir morgunfundi um fjárfestingar í núverandi umhverfi þann 30. september í samstarfi við Endurmenntun HÍ. Fjallað verður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talar stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað Lesa meira

Folder Name